Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 16:21:56 (1785)

1997-12-05 16:21:56# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[16:14]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er aldeilis ekki verið að skapa glundroða en það er verið að eyða óvissu. Og ef hv. 9. þm. Reykv. hefði lesið skýringarnar við 3. gr. þá segir þar um 3. gr. í þjóðlendufrv.:

,,Þegar þess er gætt að stærstur hluti þess lands sem fellur innan þjóðlendna hefur verið og verður væntanlega enn um sinn nýttur til upprekstrar og sveitarfélögin hafa hvert á sínu svæði farið með og sinnt um þessi landsvæði, enda hafa þau fallið innan stjórnsýslumarka þeirra í flestum tilvikum, er lagt til að forræði á ráðstöfun lands og landsgæða innan þjóðlendna verði skipt milli forsætisráðherra og sveitarfélaganna. Ráðuneytinu og sveitarstjórn er í þessi efni ætlað að fara með þær heimildir sem annars væru í höndum landeigenda.``

Þarna er sem sagt forsrh. í hlutverki landeigandans og það er ekki nema eðlileg skipun.

[16:23]