Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 18:40:33 (1802)

1997-12-05 18:40:33# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[18:40]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Afrétt er það svæði sem smalað er og það er leitað á öllu auða landinu með einhverjum hætti. Þar af leiðandi tilheyrir hálendið að undanteknum jöklum einhverri afrétt. Það er ekki verið að færa á því svæði sveitarfélögunum nein réttindi sem þau hafa ekki. En ég vona að þessi umræða verði til þess að einstakar sveitarstjórnir taki við sér og sinni þeim skyldum sem þær hafa á hálendinu. Því miður hefur sums staðar verið misbrestur á því. (Gripið fram í: Hver smalar ...?)