Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 18:47:22 (1806)

1997-12-05 18:47:22# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[18:47]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er hjartanlega sammála hv. þm. um að það þarf að vera eftirlit og það er einmitt meiningin með þessu frv. að styrkja stöðu okkar til að hafa það eftirlit.

Varðandi þriggja ára áætlanirnar þarf ekki að vitna til annars en t.d. vegáætlananna sem við erum að semja hér öðru hverju í þinginu. Við semjum vegáætlun til fjögurra ára. Ég man ekki eftir því þann tíma sem ég hef starfað hér og það eru orðin þó nokkuð mörg ár að ekki hafi þurft meira og minna að brjóta upp vegáætlun á hverju einasta ári.