Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 05. desember 1997, kl. 18:48:06 (1807)

1997-12-05 18:48:06# 122. lþ. 36.13 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[18:48]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Vafalaust var það af einskærri tilviljun að hæstv. félmrh. gleymdi að svara léttvægri spurningu sem ég kom með fyrr í dag. Ég spurði í tilefni umræðnanna sem hér urðu í dag: Hvað hafa margir þingmenn Framsfl. fyrirvara við frv.? Það er nauðsynlegt að það komi hér fram. Hvað er mikill stuðningur við frv. í stjórnarliðinu? Einn hv. þm. Framsfl. hefur þegar lýst andstöðu við veigamikið atriði og því hefur verið haldið hér fram í umræðunum að þrír aðrir þingmenn úr þingflokki Framsfl. hafi gert fyrirvara við frv. Hæstv. félmrh. sagði í ræðu sinni fyrr í dag að það væri einungis einn þingmanna í hans liði, hans flokki, sem hefði gert fyrirvara og því spyr ég hann: Getur það verið að hann hafi misminnt og þeir séu ekki einn heldur fjórir?