Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 08. desember 1997, kl. 18:33:52 (1862)

1997-12-08 18:33:52# 122. lþ. 37.9 fundur 330. mál: #A lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (uppgjör á skuldbindingum, iðgjöld til B-deildar) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur

[18:33]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þau laun sem samið var um á fjórum árum, að ég tel, þremur eða fjórum árum, eru fyrirséð. Það er vitað hvað launin munu hækka mikið, það þarf að reikna með því í skuldbindingum sjóðsins, sem mun taka yfir þessar launahækkanir á næstu þremur til fjórum árum. Það þarf að taka inn í skuldbindingar sjóðsins við útreikninga. Öll þau 20--30% sem hv. þm. Sigríður Jóhannesdóttir gat um eru tekin með. Menn hafa talað um 30%, sumir 20%. En vegna eftirmannsreglunnar veldur hækkun dagvinnulauna hækkun lífeyris en ekki hækkun heildarlauna. Það er það sem ég held að menn hafi verið að gera í samningunum, að taka aukasporslur inn í dagvinnulaunin og hækka þau sérstaklega. Þannig hækkar skuldbinding lífeyrissjóðsins sérstaklega vegna þess að skuldbindingar hans miðast við dagvinnulaun. Við erum að tala um geysilega tölu, og jafnvel þótt hækkunin væri ekki nema 20% eru þetta engu að síður margir milljarðar sem ríkissjóður þarf að taka á sig.