Fyrirhuguð frestun skattalækkunar

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 13:47:12 (1875)

1997-12-09 13:47:12# 122. lþ. 38.88 fundur 121#B fyrirhuguð frestun skattalækkunar# (aths. um störf þingsins), SighB
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[13:47]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Það var ein spurning sem hv. þm. Ágúst Einarsson beindi til ríkisstjórnarinnar, hæstv. forsrh. eða formælenda Framsfl. í ríkisstjórninni sem eru ekki viðstaddir þennan fund en hæstv. forsrh. hlýtur að geta svarað spurningunni. Henni hefur ekki verið svarað enn. Spurning var þessi: Höfðu stjórnarflokkarnir, þ.e. ráðherrar beggja flokka í ríkisstjórn, Framsfl. og Sjálfstfl., tekið ákvörðun um að flytja frv. af því tagi sem hæstv. fjmrh. sagði í gær að til stæði að flytja? Gaf hann þá yfirlýsingu í samráði við samráðherra sína í Framsfl.? Vissu þeir að hún mundi koma og þetta væri fyrirætlunin eða kom þetta þeim og þingmönnum Framsfl. á óvart?