Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 17:03:51 (1895)

1997-12-09 17:03:51# 122. lþ. 38.6 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv., SighB
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[17:03]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Frv. það sem hér er til umræðu um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1998 er ekki mjög stórt eða yfirgripsmikið miðað við mörg þau frv. sem flutt hafa verið um þessi mál á umliðnum árum. Engu að síður er full ástæða til að ræða sum efnisatriði og jafnvel ítarlega.

Áður en umræðurnar hófust upp úr hádeginu í umræðum utan dagskrár var sagt að fyrirætlun hæstv. ríkisstjórnar um að fresta boðuðum skattalækkunum sem taka eiga gildi um næst komandi áramót gæti haft áhrif á gang þingmála ef svo færi að ríkisstjórnin ætlaði að framfylgja þeim hugmyndum. Hæstv. forsrh. skýrði frá því við það tækifæri að síðar í dag væri að vænta niðurstöðu ríkisstjórnar í málinu. Umræðurnar um þetta litla frv. hafa nú staðið síðan og kann að vera að þeim sé ekki lokið og þær muni dragast eitthvað á langinn.

Áður en ég ræði efnisatriði þessa frv., ég mun e.t.v. nota síðari ræðutíma minn til að gera það, þá held ég að tímabært sé fyrir framhald málsins að leita frétta hjá hæstv. forsrh. um hvort einhver niðurstaða hafi orðið hjá hæstv. ríkisstjórn í þessum skattamálum. Ég legg áherslu á að fá svar hæstv. forsrh. við þeirri spurningu og ætla því ekki að ræða frekar um þetta frv. að sinni.