Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 18:33:00 (1913)

1997-12-09 18:33:00# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., Frsm. minni hluta KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[18:33]

Frsm. minni hluta fjárln. (Kristín Halldórsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. heilbrrh. sér svo sannarlega um að halda því til haga sem gert hefur verið. Það breytir því ekki að ástandið er mjög alvarlegt einmitt vegna þess að viðhald hefur verið látið drabbast niður. Það gengur ekki að koma hér og hæla sér af þessum málum eins og ástandið er. Til þurfa að koma viðhaldsframkvæmdir við Sjúkrahús Reykjavíkur, upp á meira en milljarð króna til þess að þar sé sæmilegt ástand. Brýnustu viðhaldsframkvæmdir á Landspítalanum eru metnar á 113 millj. kr. og svona mætti fara hringinn í kringum landið og ég hef ekki minni áhyggjur af ýmsum minni stöðum. Ég get nefnt Hólmavík sem dæmi og gæti raunar farið hringinn í kringum landið og bent á það sem þarf að gera. Það er staðreynd að þó eitthvað hafi nú verið gert, þó það nú væri, þá er ástandið mjög slæmt. Ég endurtek það sem fram kemur í nál. minni hlutans að þörf er á að gera áætlun um viðhald sjúkrastofnana í landinu.