Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 21:33:11 (1932)

1997-12-09 21:33:11# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[21:33]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Það er alveg rétt hjá hv. þm. að það þarf að fara fram umræða um stefnumörkun, verkaskiptingu sjúkrahúsa og það þarf að ganga í það verk að semja um umfang sjúkrahúsa, verkaskiptingu þeirra og það fjármagn sem á að fara til þeirra. Það er meiningin að setja kraft í þá vinnu og frv. sem hér liggur fyrir gerir ráð fyrir því.

Varðandi sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík þá er það alveg hárrrétt að um það þarf að fara fram umræða á vettvangi Alþingis í framhaldi af þeirri skýrslu sem kom þar um. Menn þurfa að vanda sig þeirri umræðu. Ég er þeirrar skoðunar að það verði ekki gert í einu vetfangi. Menn verða að vanda sig og fara í þá skynsamlegu verkaskiptingu og þá skynsamlegu samvinnu sem hægt er að taka upp nú þegar og taka síðan upp umræðu um það hvort skynsamlegt er að fara í sameiningu sjúkrahúsanna. Það er annar eigandi að Sjúkrahúsi Reykjavíkur og auðvitað þurfa ríki og borg að koma saman að þessu verkefni.