Fjáraukalög 1997

Þriðjudaginn 09. desember 1997, kl. 21:47:24 (1940)

1997-12-09 21:47:24# 122. lþ. 38.7 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[21:47]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á ég að skilja hv. þm. þannig að hann sé á móti því að sameina stjórnir? Er hann á móti þeirri sameiningu sem hefur orðið á Vestfjörðum varðandi stjórnir heilbrigðisþjónustunnar? (Gripið fram í.) Er hann á móti þeim tillögum sem uppi eru um að sameina stjórnir heilbrigðisþjónustunnar á Austfjörðum? Var hann á móti sameiningunni sem var á Reykjavíkursvæðinu? Og það er alveg út í hött sem hv. þm. sagði áðan að þetta bryti í bága við þær hugmyndir sem koma upp í skýrslu VSÓ. Það er alveg út í hött vegna þess að skýrsla VSÓ gerir ráð fyrir því að hægt sé að gera þjónustusamninga við einstaka einingar. Ég held að þegar upp er staðið séum við ekki að rífast um stefnuleysi heldur mismunandi áherslur í stefnu.