Fjáraukalög 1997

Miðvikudaginn 10. desember 1997, kl. 12:12:02 (1977)

1997-12-10 12:12:02# 122. lþ. 39.2 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur

[12:12]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Meiri hluti fjárln. leggur til 290 millj. kr. aukaframlag til sendiráðsins í London. Að þeirri tillögu samþykktri munu aukafjárveitingar til utanrrn. nema nær hálfum milljarði kr. Það er ótrúlega hátt hlutfall aukafjárveitinga til ráðuneytis sem hefur rúma 2 milljarða kr. á fjárlögum þessa árs. Að mati þeirrar sem hér stendur er margt annað brýnna eins og marka má af brtt. minni hlutans við þetta frv. Ég tel eðlilegt að meiri hlutinn beri einn og óstuddur ábyrgð á þessari ráðstöfun fjármuna og sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu.