Fjáraukalög 1997

Miðvikudaginn 10. desember 1997, kl. 12:17:02 (1981)

1997-12-10 12:17:02# 122. lþ. 39.2 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., JónK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur

[12:17]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Meiri hluti fjárln. leggur til að settar verði 600 millj. kr. í sjúkrahúsin á þessum fjáraukalögum, þar af 200 millj. kr. til að mæta vanda sjúkrahúsanna úti á landsbyggðinni og skipta því eftir tillögum stýrinefndar með samningum við sjúkrahúsin. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri mun koma inn í þennan vinnuferil og því greiði ég atkvæði á móti tillögunni og sömuleiðis á móti tillögu minni hlutans sem varðar sjúkrahúsin á höfuðborgarsvæðinu og kemur á eftir til atkvæða.