Fjáraukalög 1997

Miðvikudaginn 10. desember 1997, kl. 12:29:44 (1990)

1997-12-10 12:29:44# 122. lþ. 39.2 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur

[12:29]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þegar hefur komið fram í atkvæðagreiðslunni að samtals eru aukafjárveitingabeiðnir utanrrn. samkvæmt frv. og brtt. meiri hlutans upp á tæpan hálfan milljarð kr. Hluti af vandanum kemur fram í liðnum Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa þar sem farið er fram á rúmlega 40 millj. kr. aukafjárveitingu. Þar er einn liður, liðurinn 1.02 Varnarmálaskrifstofa þar sem beðið er um 13,2 millj. og að uppistöðu til 11 millj. vegna þess að hinu háa ráðuneyti láðist að gera ráð fyrir útgjöldum vegna heræfinganna sem fóru fram í sumar, þ.e. beðið er um 7 millj. kr. vegna annarrar æfingarinnar og 4 millj. kr. vegna hinnar. Í ljósi þess hversu geysilegar aukafjárveitingar eru til ráðuneytisins tel ég ekki ósanngjarnt að ráðuneytið reyni að leysa þennan vanda sjálft. Með hliðsjón af mikilvægi æfinganna og hversu vinsælar og vel heppnaðar þær voru að mati ráðuneytisins reyni ráðuneytið að sjá fyrir þessu með því að herða sultarólina.

Einnig leyfi ég mér að leggja til að meiri hlutinn íhugi að setja stýrinefnd yfir varnarmálaskrifstofuna eins og verið er að gera með sjúkrahúsin. Ég tel ástæðulaust að samþykkja aukafjárveitinguna og mun greiða atkvæði gegn henni, herra forseti.