Fjárlög 1998

Föstudaginn 12. desember 1997, kl. 15:43:08 (2030)

1997-12-12 15:43:08# 122. lþ. 41.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[15:43]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég get út af fyrir sig verið sammála hv. þm. um að það er mun meira gegnumstreymi á sjúkrahúsum en áður var. Það skyldi þó aldrei vera vegna þess að allt annarri tækni er beitt á sjúkrahúsum landsins nú en var fyrir svona 10--15 árum. Að vísu er ég ekki sérfræðingur í heilsugæslumálum, læknamálum eða þessum málaflokkum sem hv. þm. hefur nú tileinkað sér mjög sem er á vissan hátt afar gott. En við megum ekki gleyma því að tækninni hefur líka fleygt fram. Aðgerðirnar og allt tekur miklu styttri tíma en áður var og kannski er þess vegna meira gegnumstreymi í gegnum sjúkrahúsin en var fyrir 10--15 árum.