Fjárlög 1998

Föstudaginn 12. desember 1997, kl. 22:25:29 (2093)

1997-12-12 22:25:29# 122. lþ. 41.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[22:25]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. vill endilega að ég sé hluti af stjórnarliðinu og að sjálfsögðu er ég það og styð hæstv. ríkisstjórn. En að ég skuli þurfa hlíta einu og öllu, eins og hv. þm. vill hafa það, get ég ekki fallist á. Ég held nefnilega að þingmenn eigi allir að hafa sjálfstæða skoðun á hlutum og að sjálfsögðu styðja þau mál sem þeir kæra sig um og vega þar og meta hagsmuni hver fyrir sig.

Varðandi það hvort ég samþykki og styðji þær tillögur sem stjórnarandstaðan er með um aukafjárveitingar til háskólans þá er það þannig, eins og ég gat um í ræðu minni, að ég tel það lífsspursmál að halda ríkissjóði hallalausum og ég get ekki stutt frekari útgjöld en menn hafa komist að niðurstöðu um, heldur en tillögur fjárln. gera ráð fyrir. Ég bara get það ekki. Ég get ekki komið með útgjöld án þess að koma með tekjur á móti. (ÁE: Við erum með tekjutillögu. Viltu hana líka?) Ef ég er sammála þeim tekjutillögum þá getur það komið til greina. En ég efast um að ég sé sammála þeim því þær eru eflaust einhvern veginn úr lausu lofti gripnar.