Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:07:41 (2124)

1997-12-13 14:07:41# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:07]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Um þennan lið er það að segja að ekkert liggur fyrir frá meiri hlutanum í fjárln. um tekjuöflun. Ég vek athygli á því að lagt er til að á milli umræðna sé um að ræða 1,5 milljarða í halla á fjárlögum sem er mjög óeðlilegt. Það er reyndar mjög óeðlilegt að ekki skuli liggja fyrir nokkur skapaður hlutur um tekjuöflun ríkisins þegar umræðan hefst. Ég held að við þurfum að breyta þessu. Það er verið að gera tilraun til betri vinnu við fjárlagaafgreiðsluna og ég lýsi enn yfir ánægju minni með þær breytingar sem eru að verða varðandi fjárreiður ríkisins en þetta er óeðlilegt. Ég mælist til þess að þessu vinnulagi verði breytt. Það verði farið að fjalla um tekjuöflun ríkisins strax fyrir 2. umr.