Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:13:28 (2127)

1997-12-13 14:13:28# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:13]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Eins og sést hef ég greitt atkvæði með málinu en um er að ræða að það var lögð fram mjög góð rökskýring fyrir beiðni Tækniskóla Íslands og þess vegna gerði minni hluti fjárln. tillögu sem ég vísa til sem er á þskj. 481, 2. tölul., þar er um 45 millj. kr. sérstakt framlag að ræða til Kennaraháskóla Íslands, Tækniskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Þarna er um þó mun meiri fjármuni að ræða og stuðst við beiðni þessara aðila. Ég tel að Alþingi eigi að sjá sóma sinn í því að styðja þá tillögu sem liggur fyrir frá minni hlutanum.