Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:40:09 (2138)

1997-12-13 14:40:09# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, félmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:40]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Samkomulagið við Samband ísl. sveitarfélaga um fyrirkomulag húsaleigubóta er ágætt. Þær 400 millj. sem upphaflega voru ráðgerðar í húsaleigubætur þurfti aldrei að nota. Mest hafa um 200 millj. gengið út í þessi verkefni frá ríkinu. Samkomulagið er staðreynd, gott samkomulag og viðunandi fyrir bæði ríki og sveitarfélög um fyrirkomulag húsaleigubóta. Hér er um dæmigert nærverkefni að ræða og eðlilegra að það sé hjá sveitarfélögum en ríkinu.