Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:54:14 (2147)

1997-12-13 14:54:14# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, heilbrrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:54]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Á undanförnum árum hefur ekki verið niðrskurður til Sjúkrahússins á Akureyri en þar hefur verið mjög aukin starfsemi. Við munum skoða Sjúkrahús Akureyrar sérstaklega í nefndinni sem mun fara af stað með þær 300 millj. sem við höfum í potti vegna þess aukna starfs sem þar er.