Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:07:28 (2156)

1997-12-13 15:07:28# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:07]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Hér er um algert sýndarframlag að ræða sem mun engu breyta um möguleika Ríkisspítalanna til að veita þá lögbundnu þjónustu sem þeim er ætlað. Þær niðurstöðutölur sem þar munu birtast eru hrein og klár ávísun á upplausn og erfiðleika á komandi fjárhagsári. Ég vil ekki vera þátttakandi í slíku þó að ég fagni í sjálfu sér hverri krónu sem til viðbótar kemur til þessa rekstrar, þá er hér langt í frá nægilegt fjármagn á ferð og niðurstöðutölur engan veginn viðunandi. Á því tek ég enga ábyrgð og greiði ekki atkvæði.