Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:15:51 (2161)

1997-12-13 15:15:51# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:15]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég dreg það satt að segja mjög í efa að þingmenn geri sér almennt ljóst hvað hér er að gerast. Hér á að taka ákvörðun um að loka 100 rúmum á Borgarspítalanum frá og með næstu áramótum. Verið er að taka ákvörðun um að segja upp 200 starfsmönnum Borgarspítalans. Gera menn sér ljóst að þetta er nákvæmlega svona? Þeir sem telja að þeir geti sloppið með eitthvað annað eru að gefa í skyn að þeir ætli að reyna að knýja fram aukafjárveitingu á næsta ári fyrir Borgarspítalann upp á hálfan til heilan milljarð króna. Augljóst er að í tillögunni eins og hún liggur fyrir frá ríkisstjórninni mun Borgarspítalinn að verulegu leyti þurfa að draga niður sína starfsemi og loka. Ég lýsi ábyrgð á hendur stjórarflokkunum í þessu efni um leið og ég styð þá tillögu sem hér liggur fyrir og segi já.