Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:18:20 (2163)

1997-12-13 15:18:20# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:18]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Vandi Sjúkrahúss Reykjavíkur er stærsti vandinn í heilbrigðismálum okkar. Herra forseti. Ég skora á hv. þingmenn að samþykkja þessa tillögu. Þótt hv. þm. Jón Kristjánsson, formaður fjárln., hafi talað um það í umræðunni í gær að tekið yrði að einhverju leyti á þessum vanda og menn geri sér grein fyrir honum, þá dugar þetta ekki til. 100 af 500 sjúkrarúmum spítalans verður lokað nú eftir áramótin og ársverkum fækkað um 200 ef ekki verður samþykkt viðbótarfjárveiting. Kröftugustu pottasleikjar duga ekki. Þó allir pottar ráðherrans færu til Sjúkrahúss Reykjavíkur, þá dygði það ekki til þess að bæta ástandið. Við verðum að leggja til viðbótarfjárveitingu. Ég segi já.