Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:24:42 (2168)

1997-12-13 15:24:42# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:24]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Meiri hlutinn hefur fellt allar hinar raunsæju og vel rökstuddu tillögur minni hlutans um hækkun framlaga til sjúkrahúsanna. En hér kemur einn potturinn eins og nú er siður í ráðuneytinu. Með tilliti til vandans sem við er að fást er þessi tillaga satt að segja eins og upp í nös á ketti og þó segja megi að allt sé betra en ekkert, þá kýs ég að sitja hjá.