Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:25:15 (2169)

1997-12-13 15:25:15# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:25]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Ég vil ekki taka þátt í þeirri grautargerð sem hér er í staðið. Ljóst er að þeir fjármunir sem hér er ráðstafað í tiltekinn pott eru engan veginn nægilegir. Á hinn bóginn er þetta ávísun á baráttu milli hjúkrunarstofnana og sjúkrahúsa vítt og breitt um landið um þær fáu krónur sem til ráðstöfunar eru. Verklagið er mér ekki að skapi. Vandinn liggur algerlega ljós fyrir og hv. þingmönnum er ekkert að vanbúnaði að taka ákvarðanir um hvert þessir fjármunir eigi að renna og í hve miklum mæli. Það á ekki að vísa til stýrinefndar eða einhverrar sérnefndar ráðuneytisins. Ég vil ekki að þessi vinnubrögð séu ástunduð.