Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:48:30 (2183)

1997-12-13 15:48:30# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:48]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Eins og komið hefur fram þá eru hér markaðir tekjustofnar til vegamála sem lagt er til að haldist. Það hefur verið niðurskurður á vegáætlun ár hvert undanfarið. Nú er langtímaáætlun til umræðu í stjórnarflokkunum eftir því sem maður heyrir í fréttum. Hver ætli trúi slíkum áætlunum þegar svona er staðið að verki meðan góðæri ríkir hér í efnahagsmálum. Ástandið er víða slæmt eins og hefur komið fram, t.d. fjöldi einbreiðra brúa. Ástandið er mjög erfitt á þéttbýlissvæðunum samanber Reykjanesbrautina, Sundabrautina, Gullinbrú og fleira. Ég styð heils hugar að vegamálin fái sína mörkuðu tekjustofna. Ég segi já.