Fæðingarorlof

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 17:34:27 (2203)

1997-12-13 17:34:27# 122. lþ. 42.13 fundur 343. mál: #A fæðingarorlof# (feður) frv. 147/1997, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[17:34]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. spurði hvort ég hefði ekki áhyggjur af því að fáir feður mundu nýta þá heimild sem hér er veitt. Aðeins reynslan getur skorið úr um það. Eins og ég sagði áðan er þetta skref í rétta átt og varðandi endurskoðun á heildarlöggjöfinni, þá erum við að undirbúa slíkan vinnuhóp. Við höfum áður reynt þetta eins og ég sagði í fyrri ræðu minni og oft átt nóg með að finna jafnræðisflöt varðandi vinnumarkaðinn. Ég mun hugleiða hvort það mundi á þessu stigi málsins bæta að stjórnarandstaðan kæmi inn í það mál.