Nýtt hlutverk Seðlabankans

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 15:12:57 (2225)

1997-12-15 15:12:57# 122. lþ. 43.1 fundur 127#B nýtt hlutverk Seðlabankans# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[15:12]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Það hefur verið áhersluatriði hjá ríkisstjórninni að greitt yrði fyrir því að einstaklingar gætu eignast hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir starfa hjá. Nokkur dæmi má nefna, sem ég veit að hv. þm. er mjög vel kunnugt um, þar sem einkavæðingarnefnd hefur beinlínis beitt sér fyrir því að starfsfólk viðkomandi fyrirtækja nýtur sérkjara við að eignast hlut í viðkomandi fyrirtæki. Ég tek undir þetta og ég tek líka undir að það er mikilvægt að hægt sé að koma fyrir dreifðri eignaraðild að fyrirtækjum sem ríkið er að selja hlut sinn í. En hitt get ég fullvissað hv. þm. um að það er ekki á dagskrá að Seðlabankinn fari að eignast hlut í fyrirtækjum.