Nýtt hlutverk Seðlabankans

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 15:15:53 (2227)

1997-12-15 15:15:53# 122. lþ. 43.1 fundur 127#B nýtt hlutverk Seðlabankans# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[15:15]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Ég held að fullyrða megi að einkenni fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn og verðbréfamarkaðinn í heild sinni sé að þátttaka almennings í atvinnurekstri er meiri hér en í mörgum þeim löndum sem við horfum til. Það hefur m.a. komið til vegna þess að stjórnvöld hafa skapað þær aðstæður með því að gefa almenningi aukin tækifæri til þess að geta eignast hlut í fyrirtækjum. Það áhersluatriði kemur m.a. fram í reglum á vegum einkavæðingarnefndar að einstaklingum í starfi hjá fyrirtæki verði gefinn kostur á að eignast hlut í viðkomandi fyrirtæki jafnframt því að eignaraðild sé dreift. Ég vil undirstrika þetta áhersluatriði af okkar hálfu en að Seðlabankinn fari að eignast hlut í fyrirtækjum eða bera ábyrgð á slíku kemur ekki til greina af minni hálfu.