Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 16:05:19 (2240)

1997-12-15 16:05:19# 122. lþ. 43.14 fundur 332. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (byggingarnefndir, gjaldtaka o.fl.) frv. 135/1997, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[16:05]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Vegna ummæla hv. 4. þm. Austurl., Hjörleifs Guttormssonar, um þær breytingar sem eru til umræðu frá umhvn. og fjalla um útgáfu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar og landgræðslu. Samkvæmt orðanna hljóðan í brtt. er ekkert sem segir að ekki eigi að liggja fyrir framkvæmdaleyfi ef um meiri háttar skógræktar- eða landgræðsluáform er að ræða af hálfu sveitarfélaga eða annarra aðila sem koma til með að fjalla um þau mál. Í mínum huga hefur alltaf verið svo að við erum ekki að tala um mjög takmörkuð áform einstaklinga í sínu landi eða skreytingar í sveitarfélögum eða eitthvað slíkt. Við erum ekkert að tala um minni háttar mál í þessu sambandi heldur um meiri háttar framkvæmdir sem samkvæmt eðli málsins þurfa að koma fram í skipulagi og um leið þarf að liggja fyrir einhver áætlun. Þar af leiðandi lít ég svo á að hún þurfi framkvæmdaleyfi af hálfu sveitarfélags og lögum samkvæmt að það framkvæmdaleyfi sé nýtt eða því fylgt eftir af hálfu viðkomandi sveitarfélaga eða ráðuneytis eftir því sem við á.