Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 16:09:33 (2242)

1997-12-15 16:09:33# 122. lþ. 43.14 fundur 332. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (byggingarnefndir, gjaldtaka o.fl.) frv. 135/1997, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[16:09]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki til þess að mikill ágreiningur sé um þessa túlkun. Það er aftur á móti skilningur meiri hlutans að friðun lands og endurheimta á landi sé ekki háð þessum málum. Út af fyrir sig get ég tekið undir það sem hv. 2. þm. Reykn. sagði áðan um þau atriði sem þurftu skýringar við af hans hálfu. Að öðru leyti þá lít ég svo á að þau framkvæmdaleyfi sem gefin eru út samkvæmt reglugerð frá ráðherra eigi ekki síður við um skógrækt en önnur áform þó svo að friðunaráform eða endurheimta lands sé þar undan skilin.