Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 16:38:11 (2251)

1997-12-15 16:38:11# 122. lþ. 43.14 fundur 332. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (byggingarnefndir, gjaldtaka o.fl.) frv. 135/1997, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[16:38]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta snýst ekki um traust eða vantraust. Þetta snýst um það að farið sé að þeim reglum sem tryggja okkur sem allra best til framtíðar. Við erum með ríkisstofnanir í dag og ég hef ekki heyrt talað um vantraust, hvorki á stjórnum eða forstöðumönnum þeirra stofnana, þar sem um þetta eftirlit er að ræða og farið er að settum reglum og ekki hafa verið höfð nein stór orð um það af hálfu hv. stjórnarliða að þarna sé um að ræða einhvern eftirlitsiðnað sem eigi að afnema. Þvert á móti þá er núna virkt eftirlit með mjög mörgum stofnunum, séð um að farið sé að settum reglum. Mat á umhverfisáhrifum er jákvæð aðgerð. Það að því er fylgt eftir af aðilum sem ekki eru á kafi í framkvæmd eða ákvarðanatökunni sjálfri er líka mjög jákvætt.