Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 17:50:36 (2278)

1997-12-15 17:50:36# 122. lþ. 43.14 fundur 332. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (byggingarnefndir, gjaldtaka o.fl.) frv. 135/1997, Frsm. ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[17:50]

Frsm. umhvn. (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ánægður að heyra það að hv. þm. Hjörleifur Guttormsson telur að málið hafi skýrst nægjanlega mikið. En ég vil minna á að samkvæmt brtt. þarf hæstv. umhvrh. að útfæra þetta nánar í reglugerð. Eins og kom fram hjá hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni fyrr í dag er málið auðvitað ekki eins ljóst og það var þegar lögin voru sett í vor þar sem talað var um allar framkvæmdir og meiri háttar framkvæmdir á væntanlega að túlka af hæstv. ráðherra í reglugerð.