Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 23:46:50 (2316)

1997-12-15 23:46:50# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, Frsm. minni hluta SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[23:46]

Frsm. minni hluta menntmn. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég geri ráð fyrir því að þessar 300 þús. kr. og það sem kemur til viðbótar að mati skólastjóra sé útreiknað, útpælt skulum við segja, og því megi þessi deild Háskóla Íslands samkvæmt reiknilíkani reikna með allnokkru hærri upphæðum en hún hefur fengið til þessa. Svo kann að vera um fleira og þá væri fróðlegt að fá að vita, af því að hæstv. ráðherra vísar í reiknilíkanið, hvort menn hafa gert sér í hugarlund hversu miklar hækkanir verða á framlögum til Háskóla Íslands þegar reiknilíkanið góða fer að reikna skólunum þá peninga sem þeir fá til ráðstöfunar.