Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 10:34:00 (2337)

1997-12-16 10:34:00# 122. lþ. 44.91 fundur 139#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[10:34]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill taka fram að atkvæðagreiðslur verða kl. hálftvö og að þeim loknum fara fram umræður um 7. og 8. dagskrármál: Tekjuskattur og eignarskattur og Vörugjald. Það eru mál sem ekki voru tekin fyrir í lok fundar í nótt. Sú umræða fer fram samkvæmt samkomulagi sem þá var gert milli formanna þingflokka. Síðan verður dagskránni fram haldið en hlé gert á fundinum frá kl. sex síðdegis til hálfníu. Þetta vildi forseti upplýsa strax í upphafi fundar.