Háskólar

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 13:49:12 (2358)

1997-12-16 13:49:12# 122. lþ. 44.3 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[13:49]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Lengi hefur verið á döfinni að setja sérstök heildarlög um starfsemi háskóla, rammalöggjöf, og hér er uppi tilraun til slíks sem ég styð og greiði þess vegna atkvæði með 1. gr. frv. Hins vegar felur frv. að öðru leyti í sér alvarlega tilraun til ofstjórnar og miðstýringar á háskólakerfinu auk þess sem það opnar fyrir að tekin verði upp skólagjöld, m.a. með því að gert er ráð fyrir því í frv. að fella niður gömlu skólakostnaðarlögin þar sem stendur: Kennsla er veitt ókeypis í opinberum skólum.

Af þessum ástæðum, miðstýringunni og skólagjaldaákvæðinu, treysti ég mér ekki til þess að styðja frv. að öðru leyti. En ég styð þessa 1. gr. en mun greiða atkvæði á móti síðustu mgr. 19. gr. og 26. gr.