Háskólar

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 13:50:57 (2359)

1997-12-16 13:50:57# 122. lþ. 44.3 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[13:50]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Minni hlutinn er því andsnúinn að auka pólitísk áhrif á háskólana í landinu. Við leggjum því til að tilnefning þeirra fulltrúa sem koma að utan í háskólaráðin verði ákvörðuð í sérlögum hvers háskóla og viljum þannig freista þess að val fulltrúanna verði faglegt fremur ... (Gripið fram í: Um hvaða brtt. er verið að greiða atkvæði?)

(Forseti (GÁS): Verið er að greiða atkvæði um brtt. frá minni hluta menntmn. við 13. gr.)

Þetta veldur vonbrigðum, herra forseti, að hv. formaður nefndarinnar skuli ekki vera samferða minni hlutanum í þessu máli en við viljum freista þess að val fulltrúanna verði faglegt og síður háð pólitískum geðþóttaákvörðunum ráðherra. Þess vegna segi ég já.