Kennaraháskóli Íslands

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 14:15:11 (2369)

1997-12-16 14:15:11# 122. lþ. 44.4 fundur 167. mál: #A Kennaraháskóli Íslands# frv. 137/1997, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[14:15]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Ég er í grófum dráttum ánægð með það frv. um Kennaraháskóla sem hér liggur fyrir og stóð að nefndaráliti hv. menntmn. með fyrirvara en ég vil gera grein fyrir því að fyrirvari minn beindist fyrst og fremst að 4. tölul. 2 mgr. 5. gr. þar sem segir, með leyfi forseta: ,,tveir fulltrúar skipaðir af menntamálaráðherra til tveggja ára í senn.`` Hér er átt við skipun í háskólaráð. Þegar við greiddum atkvæði um frv. um háskóla kom fram að minni hlutinn er andsnúinn þessum auknu pólitísku áhrifum og í samræmi við það tek ég ekki þátt í atkvæðagreiðslu um þennan lið.