Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 22:02:44 (2429)

1997-12-16 22:02:44# 122. lþ. 44.10 fundur 275. mál: #A stjórn fiskveiða# (endurnýjunarreglur fiskiskipa) frv. 133/1997, GE
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[22:02]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Um þetta mál hef ég margt að segja og hef haldið langar ræður tengt þessu máli um skipasmíðaiðnaðinn. En í fullri vissu um að málið verður keyrt í gegnum þingið í krafti meirihlutavilja hef ég lagt fram litla tillögu. Hún gengur út á að þeir sem hafa verið að kaupa rúmmetra til endurnýjunar skipa sinna á árinu 1997, til að auka verðmæti veidds afla og skapa betra umhverfi fyrir áhöfn sína, fái heimild til að ráðstafa þeim rúmmetrum svo sem segir á þskj. 562.

Þær útgerðir sem hafa stækkað skip sín eða keypt ný skip á árinu 1997 mega ráðstafa þeim rúmmetrum sem samkvæmt nýju lögunum hefðu verið ónauðsynleg fjárfesting.

Herra forseti. Ég tek undir tillögu minni hluta hv. sjútvn. um að lögin falli úr gildi þann 1. janúar árið 2001 eins og brtt. þeirra á þskj. 541 hljóðar upp á.