Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 23:21:27 (2449)

1997-12-16 23:21:27# 122. lþ. 44.10 fundur 275. mál: #A stjórn fiskveiða# (endurnýjunarreglur fiskiskipa) frv. 133/1997, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[23:21]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki alveg viss um hvað ég misskildi í málinu og vildi gjarnan fá það útskýrt. En meginástæðan fyrir því að aðrir fiskveiðiflotar eru að stækka er að þar er annars konar kerfi við stjórn fiskveiða. Hér hefur verið blandað kerfi og það veldur þessu skrýtna ástandi fyrst og fremst. Ef hér væri hreint aflamarkskerfi, þá kæmi það auðvitað af sjálfu sér að fiskveiðiflotinn væri í samræmi við það sem væri hagkvæmast. En af því að við höfum verið með þetta blandaða kerfi, þá náum við ekki að losa okkur út úr gamla ástandinu og fara í það nýja og það er líka eilíflega verið að hugsa um að skipta um kerfi.