Starfsumhverfi og framtíðarmöguleikar fiskvinnslunnar

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 11:55:15 (2521)

1997-12-17 11:55:15# 122. lþ. 45.6 fundur 326. mál: #A starfsumhverfi og framtíðarmöguleikar fiskvinnslunnar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., sjútvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[11:55]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Varðandi síðustu fyrirspurn hv. þm. þá er það skoðun mín að eðlilegt sé að menntmrn. fari með yfirstjórn menntamála í landinu og þær skólastofnanir sem tilheyra einstökum atvinnugreinum eigi að heyra undir menntmrn. Hins vegar var svo á sínum tíma þegar starfsnámið fór af stað var það gert í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna sem lagði mikla áherslu á að sá hluti fræðslustarfsins yrði á vegum viðkomandi ráðuneyta. Þar hafa skapast mjög góð tengsl og ég tel að sú skipan mála hafi gefist vel en hin almenna menntun og skólar, þó að þeir lúti að menntun og fræðslu fólks sem ætlar að starfa í sjávarútvegi, eiga að sjálfsögðu að heyra undir menntmrn. að minni hyggju.