Fjáraukalög 1997

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 13:35:45 (2526)

1997-12-17 13:35:45# 122. lþ. 46.1 fundur 55. mál: #A fjáraukalög 1997# (innan fjárhagsárs) frv. 120/1997, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur

[13:35]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Fjáraukalög, þar sem myndbirting og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans í þinginu birtist m.a. í þeim veruleika að varið er 391 millj. kr. til byggingar og endurbóta á sendiráðum úti í heimi á sama tíma og ámóta upphæð er varið til þess að styrkja heilbrigðiskerfið hér á landi, er stjórnarstefna sem ég vil ekki vera aðili að eða taka neinn þátt í að styðja. Þar af leiðandi greiði ég vitaskuld atkvæði gegn þessum fjáraukalögum. Þau eru hneyksli.