Kennaraháskóli Íslands

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 15:57:53 (2561)

1997-12-17 15:57:53# 122. lþ. 46.8 fundur 167. mál: #A Kennaraháskóli Íslands# frv. 137/1997, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur

[15:57]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í það hvort menn ræði þetta frekar í hv. menntmn. eða ekki. Ég vil aðeins segja um 3. gr. þessa frv. og dómnefndirnar að þetta er sniðið fyrir Kennaraháskólann en ekki fyrir aðra skóla. Vilji menn taka á þessu öðruvísi í sérlögum fyrir aðra skóla þá er það til athugunar vegna þeirra skóla, en mér finnst að í þessu efni hafi náðst góð samstaða um það og það sé með vilja og vitund þeirra sem í skólanum starfa að þetta sé svona. Mér finnst því málið vera útrætt og að það liggi alveg ljóst fyrir að hér er ekki verið að taka ákvörðun um annað en Kennaraháskóla Íslands. Það er ekki verið að taka ákvarðanir um aðra háskóla í þessu. Menn verða að átta sig á gildi sérlaganna annars vegar og rammalöggjöfinni hins vegar. Hér er verið að útfæra rammalöggjöfina á þennan hátt fyrir Kennaraháskólann sem er að ýmsu leyti næsta einsleitur háskóli. Aðrir háskólar kunna að vera miklu fjölbreyttari og þess vegna þurfi aðrar reglur að gilda þar. Þetta vildi ég segja að gefnu tilefni frá hv. þm. og tel að ekki beri að hrófla við þessu atriði í frv. á lokastigi málsins.