Gjaldskrárbreytingar Pósts og síma hf.

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 10:54:57 (2597)

1997-12-18 10:54:57# 122. lþ. 47.5 fundur 299. mál: #A gjaldskrárbreytingar Pósts og síma hf.# fsp. (til munnl.) frá forsrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[10:54]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég skildi mál hæstv. forsrh. þannig að jafnaðarmenn vildu jafna símtölin. Það er alveg rétt hjá hæstv. forsrh. En hann tók einmitt ákveðið dæmi. Hann nefndi dæmi af þeim sem ekki hringja mikið út á land og ekki mikið til útlanda og hann sagði: ,,Við skulum gera okkur grein fyrir því að símareikningar þessa fólks munu líklega hækka.`` Hvaða fólk skyldi þetta vera? Ég ímynda mér í fljótu bragði að það sé til að mynda gamalt fólk sem ekki hringir mikið til útlanda og ekki mikið út á land og það er ekki mikil jafnaðarmennska fólgin í því að hækka símgjöld einmitt þessa fólks.