Frumvarp um þjóðlendur

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 11:04:13 (2601)

1997-12-18 11:04:13# 122. lþ. 48.93 fundur 161#B frumvarp um þjóðlendur# (aths. um störf þingsins), KÁ
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[11:04]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Fyrir um tveim vikum var í þingsölum mikil umræða um frv. til nýrra sveitarstjórnarlaga. Inn í þá umræðu fléttaðist fyrirhugað frv. um þjóðlendur. Af umræðunni mátti skilja að von væri á því frv. á allra næstu dögum en því hefur ekki enn verið dreift og þar af leiðandi ekki mælt fyrir því. Að mínum dómi væri mjög mikilvægt að þessi tvö mál, þ.e. frv. til sveitarstjórnarlaga og frv. um þjóðlendur, gætu fylgst að í vinnu og umræðum eftir áramótin. Þegar er búið að senda frv. til laga um sveitarstjórnarlög til umsagnar mjög margra aðila. Nú er spurning mín, hæstv. forseti, lýtur að því hvar frv. um þjóðlendur er statt. Er þess að vænta að það takist að mæla fyrir því nú fyrir jólaleyfi og þar með að senda það til umsagnar þannig að hægt verði að vinna þessi tvö mál samhliða í þinginu í vetur?