Frumvarp um þjóðlendur

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 11:06:11 (2603)

1997-12-18 11:06:11# 122. lþ. 48.93 fundur 161#B frumvarp um þjóðlendur# (aths. um störf þingsins), KÁ
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[11:06]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Það er kannski til of mikils mælst að frv. fari umræðulaust í gegnum þingið. En ég harma að það skuli hafa dregist svo lengi að það kæmi fram og þar með að það næðist að mæla fyrir því. En ég skal svo sem ekki taka fyrir að það væri hægt að ná samkomulagi um einhverja tiltölulega stutta umræðu þannig að hægt væri að koma þessu máli til umsagnar. Ég ítreka að ég held að það sé mjög mikilvægt. Þessi mál tengjast það mikið og það er það mikil lagaþræta sem í þeim felst að ég held að það væri mjög mikilvægt að þau fengju að fylgjast að í þeirri vinnu sem þarf að eiga sér stað og mun eiga sér stað í þessum málum báðum.