Háskólar

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 14:10:18 (2643)

1997-12-18 14:10:18# 122. lþ. 48.1 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[14:10]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Því miður treysti ég mér ekki til að styðja frv. til laga um háskóla og er það aðallega af tveimur ástæðum. Í því er gert ráð fyrir stóraukinni valdstjórn ráðuneytisins yfir háskólanum sem kemur fram bæði í 13. gr. frv. þar sem gert er ráð fyrir því að hæstv. menntmrh. geti tilnefnt svokallaða atvinnulífsfulltrúa án takmarkana og í öðru lagi í 14. gr. þar sem gert er ráð fyrir því að hæstv. menntmrh. þurfi að skrifa upp á rektor háskólans. Í þriðja lagi gerir frv. eins og það er ráð fyrir því að opnað verði fyrir skólagjöld í íslenskum háskólum. Þessu mótmælum við og getum að sjálfsögðu ekki stutt frv. sem lítur svo út.