Háskólar

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 14:13:17 (2647)

1997-12-18 14:13:17# 122. lþ. 48.1 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[14:13]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Vegna ítrekaðra ummæla stjórnarandstæðinga að með frv. sé verið að opna fyrir skólagjöld tek ég skýrt fram að fyrir liggur yfirlýsing og afdráttarlaus túlkun meiri hlutans, sem stendur að frv., að háskólafrv. felur ekki á nokkurn hátt í sér álagningu skólagjalda á nemendur. Það sem meira er, kunni þær hugmyndir einhvern tímann að skjóta upp kollinum verða þær að koma sérstaklega til kasta Alþingis. Sú afstaða er afdráttarlaus og skýr. Þess vegna vísa ég skýringum stjórnarandstöðunnar heim til föðurhúsanna. Hún er rangtúlkun og afhjúpar ekkert annað en vonbrigði yfir því að ákvæði um skólagjöld í háskólum skuli ekki vera í frv. Svo er ekki. Það liggur ljóst fyrir og því segi ég já.