Frumvörp um almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 14:33:14 (2657)

1997-12-18 14:33:14# 122. lþ. 48.96 fundur 160#B frumvörp um almannatryggingar# (um fundarstjórn), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[14:33]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Vegna þeirrar umræðu sem hefur farið fram vil ég láta þess getið að fyrir liggur frv. á borðum þingmanna um breytingar á almannatryggingalöggjöfinni sem er stjfrv. Víðtækar breytingar eru í því frv. eða gert er ráð fyrir víðtækum breytingum og réttarbótum á ýmsum sviðum. Meðal annars er í frv. það ákvæði sem hér kemur til umfjöllunar. Það frv. sem ég lagði fram kom síðar fram en þetta þingmannafrv. sem hér er til afgreiðslu, og mönnum liggur á að klára þetta eina atriði sem er í því víðtæka frv. sem ég legg fram. Það er ekki komið til umræðu í heilbr.- og trn. því ekki hefur verið mælt fyrir því enn og það varð samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu að það mál biði þar til í upphafi þings eftir jól. En þá vona ég að það gangi hratt fyrir þingið því þar eru margar úrbætur sem eru mjög mikilvægar.