Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 20:36:20 (2707)

1997-12-18 20:36:20# 122. lþ. 48.10 fundur 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv. 144/1997, Frsm. meiri hluta ÁRÁ
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[20:36]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir brtt. við málið sem lögð er fram af meiri hluta sjútvn. sem fram kemur á þskj. 606. Þar er efnislega lagt til að 3. mgr. í ákvæði II til bráðabirgða verði breytt á þann veg að úthlutun sem þar er fjallað um verði ákveðin á grundvelli þorskígilda en ekki þorskafla eingöngu. Er það hin efnislega breyting auk þess sem fellt er út úr málsgreininni ákvæði um lágmarksaflahlutdeild þeirra sem þessa jöfnun geta fengið og að jöfnun til hvers báts geti einungis orðið ein og hálf lest í stað stað tveggja og hálfrar áður.