Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 22:18:28 (2732)

1997-12-18 22:18:28# 122. lþ. 48.16 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[22:18]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir brtt. og nál. frá meiri hluta efh.- og viðskn. um frv. til laga, um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1998. Eins vildi ég gjarnan, hæstv. forseti, fá að mæla fyrir brtt. sem ég flyt við sama frv., brtt. sem var nokkuð seint fram komin en ég hygg að hafi verið leyfð við atkvæðagreiðslu í dag um afbrigði.

Meiri hluti efh.- og viðskn. hefur að sjálfsögðu fjallað um þetta mál og leggur til breytingar í tveimur liðum.

Í fyrsta lagi að á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi: Lokamálsliður 48. gr. laganna fellur brott. Þetta vísar til laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, en meiningin er að sá þáttur málefna fatlaðra sem þar um ræðir fari til sveitarfélaganna samkvæmt samkomulagi þar að lútandi.

Í öðru lagi er lagt til að framlengd verði heimild Atvinnuleysistryggingasjóðs til að styrkja sérstök verkefni á vegum sveitarfélaga til eflingar atvinnulífi, enda verði dregið úr samsvarandi greiðslum atvinnuleysisbóta á viðkomandi stað, að heimilt verði að nota á árinu 1998 200 millj. í þessu skyni eins og á fyrra ári.

Hæstv. forseti. Sú brtt. sem ég flyt er þess efnis að 2. gr. frv. falli niður, en sú grein fjallar sem kunnugt er um breytingu á lögum nr. 27/1995, um átaksverkefni, framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða. Í greininni var gert ráð fyrir að þrátt fyrir 4. gr. þessara laga, þ.e. laga nr. 27/1995, yrði framlag ríkissjóðs vegna þessa átaksverkefnis aðeins 12,5 millj. en meiningin er sem sé sú að þetta skerðingarákvæði falli niður og að ríkissjóður verji 25 millj. kr. til verkefnisins en ekki 12,5 millj.